Svafa Grönfeldt

Dr. Svafa Grönfeldt situr í ráðgjafaráði forseta Arkítektúrs og skipulagssviðs MIT háskólans í Boston. Hún er ein stofnenda nýjasta viðskiptahraðalsins við MIT, DesignX, og meðstofnandi MET sjóðsins sem er fjárfestingasjóður fyrir sprota með aðsetur í Cambridge. Svafa hefur m.a. gegnt stöðu fram­kvæmda­stjóra hjá Al­vo­gen, rektors Há­skól­ans í Reykja­vík, starfað sem aðstoðarfor­stjóri Acta­vis, gegnt stöðu lektors við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og starfað sem framkvæmdatjóri IMG Gallup/Deloitte. Svafa er með doktors­próf frá LSE í London í vinnu­markaðsfræðum.

Magnús Þór Torfason

Magnús Þór Torfason er lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og kennari í frumkvöðlafræði í MBA-námi Háskóla Íslands. Hann stýrir meistaranámi í nýsköpun og viðskiptaþróun við HÍ og situr í stjórn fjárfestingarsjóðsins Frumtaks sem fjárfestir í sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum. Magnús kenndi tvo kúrsa í frumkvöðlafræði við MBA-námið í Harvard háskóla á árunum 2010 til 2013 auk þess sem hann leiðbeindi nemendum í hagnýtum sprotaverkefnum.

Hrund Gunnsteinsdóttir

Hrund Gunnsteinsdóttir er þróunarfræðingur, frumkvöðull, framkvæmdastjóri Festu - miðstöðvar um samfélagsábyrgð og stjórnarformaður Tækniþróunarsjóðs. Hún er handritshöfundur og annar leikstjóra InnSæis - the Sea within en myndin hefur farið sigurför um heiminn og fjallar um listina að dafna, skapa og vera leiðandi á tímum hraðra breytinga og áreitis. Hrund er með áralanga reynslu af störfum fyrir Sameinuðu þjóðirnar. Hún er í hópi Yale Greenberg World Fellows, World Economic Forum Young Global Leaders og World Economic Forum Cultural Leaders.