Ellefu teymi taka þátt í Snjallræði árið 2024
Textílbarinn safnar og selur ónotaðan textíl auk þess að kenna hvernig má gera við og endurnýta slíkan textíl til að draga úr úrgangi.
NúnaTrix býr til fræðslutölvuleiki fyrir börn sem þurfa að gangast undir læknismeðferð og rannsóknir í þeim tilgangi að minnka kvíða og bæta heilsulæsi.
Einfaldar syrgjendum úrlausn hinna fjölmörgu verkefna sem fylgja andláti ástvinar með því að auðvelda aðgengi að upplýsingum og ráðgjöf.
SKIMA þróar hugbúnað til að einfalda sálfræðilegar athuganir fyrir börn, sem bætir nákvæmni og skilvirkni í greiningu.
CHEMeFuel þróar orkuríkt lífeldsneyti úr úrgangsefnum og grænu metanóli fyrir sjálfbæran flugrekstur, með það að markmiði að draga úr kolefnislosun.
Animara hannar hentug og stílhrein föt fyrir einstaklinga með hreyfihömlun, sem eykur sjálfstæði og minnkar álag á umönnunaraðila.
ALDA Clinical Technologies þróar máltæknitól fyrir snemmtæka greiningu og eftirfylgd með taugahrörnunarsjúkdómum og málröskunum í minni tungumálum.
Velferðalag miðar að því að bæta líðan og auka almenna þekkingu með jákvæðum inngripum, byggð á jákvæðri sálfræði.
Heillaspor stefnir á stofnun miðstöðvar á Íslandi fyrir snemmtæka meðferð við átröskunum.
CodonRed skimar eftir stökkbreytingum og skemmdum í erfðaefni.
Skólasamfélagið hefur lengi kallað eftir betra og fjölbreyttara námsefni. Vitkast er gagnvirkur námsvefur með verkefnum sem stækkar verkfærakistu kennara til að ýta undir áhuga nemenda og styrkja færni þeirra til framtíðar.