16. maí 2024

Opið fyrir umsóknir í Snjallræði!

💡Umsóknarfrestur um þátttöku í Snjallræði haustið 2024 er til 9. ágúst.

Snjallræði er 16 vikna vaxtarrými sem styður við öflug teymi sem brenna fyrir lausnum á áskorunum samtímans. Þungamiðja vaxtarýmisins eru vinnustofur þar sem að sérfræðingar frá MIT koma til landsins og deila þekkingu sinni.

Ekki missa af þessu tækifæri - Taktu skrefið og sæktu um hér!

Snjallræði er samstarfsverkefni Háskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík og Háskólans á Akureyri. Bakhjarlar eru Marel og Reykjavíkurborg