14. maí 2024

Kynningarfundur Snjallræðis 2024

🚀 Komdu og taktu þátt í umræðum um möguleika samfélagslegrar nýsköpunar!

Við bjóðum til skemmtilegrar kvöldstundar þar sem markmiðið er að leiða saman frumkvöðla á sviði samfélagslegrar nýsköpunar og einstaklinga sem búa yfir hugmyndum sem geta bætt samfélagið. Létt stemning, léttar veitingar og áhugaverðar umræður.

📅 Föstudaginn 17. maí 2024
🕟 16:30 – 18:30
📍Rainbow pop-up space, Hafnartorgi 🌈 , Geirsgötu 17, 101 Reykjavík

Kvöldið hefst á spennandi pallborðsumræðum þar sem verður rætt um stöðu og áskorarnir samfélagslegrar nýsköpunar og frumkvöðlaumhverfið hér á landi. Í pallborði verða þau:
- Arnar Sigurðsson, stofnandi East of Moon
- Unnur Kolka, stofnandi Svepparíkisins
- Óli Örn Eiríksson, teymisstjóri atvinnu- og borgarþróunar hjá Reykjavíkurborg

Gestum gefst einnig tækifæri til þess að fræðast um Snjallræði,16 vikna vaxtarrými í samfélagslegri nýsköpun. Markmið Snjallræðis hefur frá upphafi verið að ýta undir samfélagslega nýsköpun og styðja við teymi sem vilja takast á við samfélagslegar áskoranir og byggja upp lausnir sem fela í sér ávinning fyrir fólk og umhverfi. Vaxtarrýmið er í samstarfi við MITdesignX og er þungamiðja þess vinnustofur þar sem að sérfræðingar frá MIT koma til landsins og deila þekkingu sinni.

Snjallræði er samstarfsverkefni Háskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík og Háskólans á Akureyri. Bakhjarlar Snjallræðis eru Marel og Reyjavíkurborg.

Ekki missa af þessu tækifæri til þess að fræðast og spjalla um samfélagslega nýsköpun!

*Viðburðurinn mun fara fram á ensku