Snjallræði 2025

Tíu teymi taka þátt 2025

Gleipnir Lífsmiðja

Gleipnir Lífsmiðja er líftæknifyrirtæki þar sem virkjaður er erfðamáttur gersveppa og hönnunarlíffræði nýtt til að skapa byltingarkenndar lausnir í lyfjaþróun. Teymið er skipað þeim Guðjóni Ólafssyni og Henný Adolfsdóttur.

Lengi býr að fyrstu gerð

Lengi býr fyrstu gerð byggir á því að hanna skólamatseðla með næringarríkum mat, elduðum frá grunni, sem ætlaðir eru til að kynna börn fyrir ólíku hráefni og draga úr matarsóun. Teymið er skipað þeim Kristínu Petrínu Pétursdóttur og Fannýju Kristínu H. Maríudóttur.

GeoMerge

GeoMerge snýr að þróun nýstárlegra lausna fyrir stjórnun jarðhitageyma og tækni til að bæta afköst og sjálfbærni á jarðhitasvæðum. Teymið er skipað þeim Agata Rostran Largaespada, Ximena Guardia Muguruza og Guðjóni Helga Eggertssyni.

Vera

Vera snýr að því þróa lausnir sem brúa bilið í þjónustu og samskiptum, styrkja stöðu einstaklingra í viðkvæmri stöðu og gera heilbrigðis- og velferðakerfið skilvirkara og mannúðlegra. Teymið er skipað þeim Sigríði Kristínu Hrafnkelsdóttur, Hildi Harðardóttur og Birnu Björnsdóttur.

Tón-tyngi

Tón-tyngi snýr að því að hanna umgjörð um rafrænan söngvabanka, með textum, nótum, hljóðskrám og kennsluefni, sem yrði aðgengilegur fyrir breiðan hóp notenda fagfólks, foreldra og kennara. Teymið er skipað Helgu Rut Guðmundsdóttur, Aleksandra Kozimala, Adam J. Switala og Natalia Duarte Jeremías.

Immigrant Inclusion

Immigrant Inclusion snýr að inngildingu fólks af erlendum uppruna með áherslu á borgaralega og lýðræðislega þátttöku. Verkefnið er leitt af Magneu Marinósdóttur.

CO2 conversion

CO2 conversion snýst um skynsamlega hönnun og uppgötvun efna til að fanga CO₂ og umbreyta því í vistvænt eldsneyti við umhverfisaðstæður með rafhvötun. Teymið er skipað þeim Younes Abghoui, Mohammad Awais og Mohammad Reza Khaniha.

EcoDecom

EcoDecom þróa búnað sem gerir niðurrif mannvirkja á rúmsjó hagkvæmara og umhverfisvænna. Teymið er skipað þeim Jónasi Inga Ragnarssyni, Óla Sævari Ólafssyni og Partha Sarkar.

Araxni

Araxni er um framleiðslu á sterku og umhverfisvænu köngulóarsilki til notkunar í heilbrigðis- og tæknigeiranum. Teymið er skipað þeim Mikael Norðquist og Heiðrúnu Ingu Guðmundsdóttur.

Charbo

Með Charbo er ætlunin að umbreyta lífrænum úrgangi í öruggan og næringarríkan áburð til þess að bæta íslenskan jarðveg, örva vöxt plantna og draga úr þörf fyrir innfluttan áburð.