Tíu teymi taka þátt 2025
CO2 conversion snýst um skynsamlega hönnun og uppgötvun efna til að fanga CO₂ og umbreyta því í vistvænt eldsneyti við umhverfisaðstæður með rafhvötun. Teymið er skipað þeim Younes Abghoui, Mohammad Awais og Mohammad Reza Khaniha.
Vera snýr að því þróa lausnir sem brúa bilið í þjónustu og samskiptum, styrkja stöðu einstaklingra í viðkvæmri stöðu og gera heilbrigðis- og velferðakerfið skilvirkara og mannúðlegra. Teymið er skipað þeim Sigríði Kristínu Hrafnkelsdóttur, Hildi Harðardóttur og Birnu Björnsdóttur.
Gleipnir Lífsmiðja er líftæknifyrirtæki þar sem virkjaður er erfðamáttur gersveppa og hönnunarlíffræði nýtt til að skapa byltingarkenndar lausnir í lyfjaþróun. Teymið er skipað þeim Guðjóni Ólafssyni og Henný Adolfsdóttur.
Araxni er um framleiðslu á sterku og umhverfisvænu köngulóarsilki til notkunar í heilbrigðis- og tæknigeiranum. Teymið er skipað þeim Mikael Norðquist og Heiðrúnu Ingu Guðmundsdóttur.
Tón-tyngi snýr að því að hanna umgjörð um rafrænan söngvabanka, með textum, nótum, hljóðskrám og kennsluefni, sem yrði aðgengilegur fyrir breiðan hóp notenda fagfólks, foreldra og kennara. Teymið er skipað Helgu Rut Guðmundsdóttur, Aleksandra Kozimala, Adam J. Switala og Natalia Duarte Jeremías.