8. okt. 2025

Úr ringulreið í skýrleika á Húsavík

Önnur vinnustofa Snjallræðis tvinnuð saman við Hönnunarþing Húsavíkur

Snjallræði vinnustofa tvö

Önnur vinnustofa Snjallræðis fór fram á Húsavík dagana 26.–27. september, samhliða Hönnunarþingi Húsavíkur. Á vinnustofunni var lögð áhersla á að dýpka skilning teymanna á þörfum notenda með því að greina viðtöl sem þátttakendur höfðu tekið eftir fyrstu vinnustofuna.

Í framhaldinu hófst skapandi vinna við að kanna, hanna og skilgreina ólíkar leiðir til að mæta þessum þörfum – án þess að festa sig of snemma í einni ákveðinni lausn. Markmiðið var að veita teymunum aðferðir og leiðsögn til að þróa hugmyndir áfram í átt að vöru, þjónustu eða ferli sem getur skilað raunverulegum árangri.

Umræðurnar voru líflegar og þátttakendur fengu tækifæri til að spegla hugmyndir sínar í öðrum, prófa ný sjónarhorn og stíga út fyrir þægindarammann. Þetta reyndist afar lærdómsríkt. Vinnustofan lauk á áhrifaríkan hátt með umræðum um upplifun þátttakenda – þar lýsti einn þeirra því hvernig teymið hafði farið frá ringulreið til skýrleika á tveimur dögum, og fleiri teymi tóku undir þá reynslu.

Dagskrá vinnustofunnar fléttaðist við Hönnunarþingið þar sem boðið var upp á fjölbreytta viðburði – allt frá eldblómum til geitapylsu – og að lokum nutu þátttakendur tónleika Mugison í Sjóböðunum á Húsavík.

Snjallræði á Húsavík IMG_0011

Snjallræðishópurinn er hálfnaður á ferð sinni – þessi krefjandi og skapandi helgi á Norðurlandi mun eflaust hafa mikil áhrif á lokaútkomur Snjallræðis í ár!

Snjallræði á Húsavík IMG_9996

Snjallræði á Húsavík IMG_9987

Snjallræði á Húsavík IMG_0021

Snjallræði á Húsavík IMG_0022