21. okt. 2025

Þriðja vinnustofa Snjallræðis haldin í HR

Ásgeir Jónsson, kennari við viðskipta-og hagfræðideild leiddi teymin í gegnum fjölbreytt og hagnýt verkefni.

Framtíðarsýn og sjálfbær rekstrarlíkön

Þriðja vinnustofa Snjallræðis fór fram í Háskólanum í Reykjavík helgina 17.-18. október.

Ásgeir Jónsson, kennari við viðskipta-og hagfræðideild, og einn af þjálfurum, Snjallræðis leiddi teymin í gegnum fjölbreytt og hagnýt verkefni.

20251017_Snjallraedi_023

Vinnustofan, sem er hluti af MITdesignX aðferðafræðinni sem notast er við í Snjallræði, ber yfirskriftina "Envision". Fyrri daginn var lögð áhersla á að móta skýra framtíðarsýn sem sameinar teymið og heldur því á réttri braut. Jafnframt var fjallað um mikilvægi sjálfbærs rekstrarlíkans þar sem jafnvægi er á milli tekna og útgjalda, óháð því hvort verkefnið sé rekið í hagnaðarskyni eða ekki.

Seinni daginn var sjónum beint að áframhaldandi þróun stefnunnar, hönnun viðskiptamódels, markaðsáætlunar sem og vinnumenningu og markmið teymisins. Rætt var um hlutverk stofnenda, samskipti, ákvarðanatöku og hvernig teymi geti unnið saman á skilvirkan og árangursríkan hátt.

20251017_Snjallraedi_004

Samvinna og gagnkvæm endurgjöf eru hjartað í Snjallræði!
Hvert teymi lærir ekki aðeins af þjálfurunum heldur líka hvert af öðru ,þau spegla sig í reynslu, nálgun og hugsunum jafningja sinna. Þessi jafningjafræðsla er einn mikilvægasti þátturinn í ferlinu; hún skapar vettvang til að deila hugmyndum, veita og þiggja uppbyggilega endurgjöf og styrkir teymin í að sjá ný sjónarhorn, þróa hugmyndir sínar áfram og öðlast trú á eigin getu. Þannig verður allt ferlið bæði dýrmætt og hvetjandi.

20251017_Snjallraedi_019

Vinnustofunni lauk með sundspretti í sjónum á Ylströndinni í Nauthólsvík sem var frískandi og skemmtilegur endir á annasamri og árangursríkri helgi.