Í Snjallræði leggjum við sérstaka áherslu á að styðja hugmyndir sem hafa möguleika til að hafa raunveruleg áhrif. Við sjáum hvernig teymi sem koma til okkar geta umbreytt rannsóknum, hugmyndum eða persónulegri reynslu í verkefni sem hafa áhrif langt út fyrir veggi háskólanna.
Við fylgjumst spennt með næstu kynslóð áhrifasprota / áhrifadrifinna sprotafyrirtækja – og hlökkum til að sjá hvaða lausnir verða til í ár 🌍