4. Dec. 2025

Final event of Snjallræði 2025

11th December, 9:00 at Nauthóll

Komdu og fagnaðu með okkur á lokaviðburði Snjallræðis þann 11. desember á Nauthóli.

Undanfarnar 16 vikur hafa teymin í háskólahraðlinum Snjallræði unnið af eldmóð við að þróa og móta hugmyndir að verkefnum sem ætlað er að hafa jákvæð áhrif á samfélag, umhverfi og hagkerfi. Nú er komið að því að teymin kynni afraksturinn!

Snjallræði er háskólahraðall, samstarfsverkefni milli Háskóla Akureyrar, Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík. Markmiðið er að þjálfa teymi í sprotahönnun þannig að þau geti fært hugmyndir sínar upp á næsta stig í þróunarferlinu. Kjarninn í hraðlinum eru vinnustofur um nýsköpun og hönnunarhugsun, haldnar í samstarfi við MITdesignX.

Uppskeruhátíðin er einstakt tækifæri fyrir þekkingarsamfélagið, fjárfesta, frumkvöðla og áhugafólk um nýsköpun til að hitta teymi sem vinna að lausnum á brýnum áskorunum samtímans.

Skráning á: https://forms.office.com/e/HPAYuKE0q4?origin=lprLink

Léttur morgunmatur í boði